Velkomin á handbókbands heimasíðu Steineggs.

Við bjóðum vandað handbókband fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Handbókband hefur verið stundað í mörg hundruð ár. Þrátt fyrir að margt hafi breyst með tímanum eins og tækni, efni og verkfæri þá er megin uppistaðan sú sama.

Við getum tekið að okkur allar gerðir handbókbands og viðgerðir á öllum gerðum bóka, bæði nýrra og gamalla. Flestar bækur er hægt að endurbinda eða lagfæra.

Bindum líka inn skýrslur, ritgerðir og skjöl.
Gerum möppur, öskjur og fleira allt eftir þörfum hvers og eins.

Bjóðum einnig upp á listbókband sem er tilvalið til gjafa.

Gerum verðtilboð í stærri verk.

Móttaka verka hjá Steinegg, Höfðabakka 3, 110 Reykjavík

Eggert Ísólfsson bókbindari sér um handbókband fyrir Steinegg og veitir hann upplýsingar í síma 8992121 eða
eggert@steinegg.is


Fljót og góð þjónusta.