ÞAÐ SEM VIÐ GERUM
Listi yfir það sem við tökum að okkur. Við getum gert fleira - hafðu samband við okkur ef það sem þig vantar er ekki nefnt hér.

Handband
Við bindum bæði nýjar og gamlar bækur í hefðbundið handband sem getur verið allt frá grunnfalsbandi bundið í pappír eða gerfiefni til djúpfals, upphleypts alskinnsbands og getur verið bundið í öll afbrigði þar á milli svo sem skinn á kjöl, skinn á kjöl og horn, með efni eða máluðum pappír á hliðum. Skinn er fáanlegt í mörgum litum og við getum boðið margar gerðir af pappír og efni.

Bækur í litlu upplagi
Við getum bundið lítil upplög af einstökum bókum. Við getum bundið frá einu eintaki upp í nokkur hundruð eintök. Þannig bækur geta verið unnar nokkrar í einu allt eftir óskum viðskiptavinar.

Ritgerðir og skýrslur
Námsmenn og fyrirtæki þurfa oft að skila skýrslum og ritgerðum innbundnum. Við reynum að vinna þær á eins hagkvæman hátt og hægt er til að halda kostnaði í lámarki. Verðið fer eftir fjölda eintaka.

Listbókband
Þessar bækur eru bundnar inn á einstakan hátt. Hver bók er bundin í besta fáanlegt hráefni og bandið hannað með tilliti til efnis bókarinnar sjálfar og óska viðskiptamanns. Efni og tækni getur innifalið skinn, handgerðan pappír, innlagt skinn, álagt skinn, gyllingar, upphleypingar og fleira. Hver bók er einstök og verður aldrei endurtekin. Skoðið ljósmyndasíðu til að sjá fáein sýnishorn af listbókbandi og öðrum verkum sem við höfum unnið.

Öskjur og kassar
Mjög verðmætar bækur þurfa öskju til að verja þær fyrir hnjaski þó þeim sé stillt upp í hillu. Kassar geta verið betri lausn fyrir bækur sem á að varðveita óbundnar eða skjöl sem varðveita á vel. Við getum útbúið flestar gerðir af öskjum og kössum.

Möppur
Við gerum möppur utan um skjöl t.d. útskriftarmöppur fyrir skóla.

Viðgerðir
Við lagfærum gamlar bækur og reynum að varðveita upphaflegt útlit eins og mögulegt er.

Nánari upplýsinga veitir Eggert Ísólfsson bókbindari
í síma 899 2121 eða
eggert@steinegg.is

Fljót og góð þjónusta.