Hvolpar fæddust 19. mars 2009
20/03/ 2009
Töfra Hekla eignaðist sex hvolpa þann 19. mars 2009.
Allt gekk vel og hvolpum og móður heilsast vel. Það
komu fimm tíkur og einn rakki.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband sem fyrst í síma 899-2121 eða eggert@steinegg.is því þegar eru farnar að berast pantanir í hvolpana.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband sem fyrst í síma 899-2121 eða eggert@steinegg.is því þegar eru farnar að berast pantanir í hvolpana.

Hvolpar væntanlegir í mars 2009
18/01/ 2009
Töfra Hekla og Íslandssólar
Grímur eiga von á hvolpum í mars 2009.
Þetta verður þeirra annað got því þau eignuðust einnig hvolpa í janúar 2008.
Þetta verður þeirra annað got því þau eignuðust einnig hvolpa í janúar 2008.
Ísrima hvolpar fá góða dóma
09/10/ 2008
Tveir hvolpar úr Ísrima ræktun mættu á Hundasýningu
HRFÍ sem haldin var 27. - 28. september 2008 og fengu
þeir báðir mjög góða dóma.
Foreldrar hvolpanna eru Töfra Hekla og Íslandssólar Grímur.
Ísrima Máni varð besti hvolpur tegundar (6-9 mánaða) og fékk Heiðursverðlaun. Hann varð einnig 3. besti hvolpur sýningar.
Ísrima Hugljúfur varð 3. besti rakkinn í hvolpaflokk (6-9 mánaða).
Ísrima Máni og Ísrima Hugljúfur
Foreldrar hvolpanna eru Töfra Hekla og Íslandssólar Grímur.
Ísrima Máni varð besti hvolpur tegundar (6-9 mánaða) og fékk Heiðursverðlaun. Hann varð einnig 3. besti hvolpur sýningar.
Ísrima Hugljúfur varð 3. besti rakkinn í hvolpaflokk (6-9 mánaða).


Ísrima Máni og Ísrima Hugljúfur
Íslandssólar Grímur fékk sitt annað Meistarastig
04/07/ 2008
Íslandssólar
Grímur tók
þátt í Sumarsýningu Hundaræktarfélags Íslands 28.
júní 2008. Hann fékk mjög góða dóma og vann til
verðlauna. Hann fékk dóminn "Excellent" og var
valinn besti rakki tegundar og annar besti hundur
tegundar. Hann fékk einnig mjög góða umsögn og
Íslenskt meistarastig.

Allir hvolparnir seldir
24/03/ 2008
Nú eru allir hvolparnir seldir og búnir að fá mjög góð
framtíðarheimili.
Einn hvolpur eftir
23/03/ 2008
Nú er Ísrima Máni búinn að fá gott framtíðarheimili í
Garðabæ svo Ísrima Moli er einn eftir. Vonandi finnur
hann framtíðarheimili fljótlega.
Hér er mynd af Mola.
Hér er mynd af Mola.

Hvolparnir 8 vikna
20/03/ 2008
Nú eru hvolparnir orðnir 8 vikna og þrír þeirra farnir
til nýrra eigenda. Þeir Máni og Moli eru enn óseldir og
tilbúnir til afhendingar. Áhugasömum bent á að hafi
samband sem fyrst í síma 899-2121 eða eggert@steinegg.is Hér er mynd
af þeím Ísrima Mána og Ísrima Mola.


Hvolpafréttir
15/03/ 2008
Nú eru hvolparnir alveg að verða 8 vikna. Þeir fóru til
dýralæknis í gær í heilbrigðisskoðun, parvósprautun,
ormahreinsun og örmerkingu. Dýralæknirinn talaði um
þetta væru sérstaklega fínir hvolpar. Hér eru myndir af
þeim Ísrima Mola og Ísrima Mána sem enn eru óseldir:
___


Hvolparnir 6 vikna gamlir
03/03/ 2008
Nú eru hvolparnir 6 vikna og tveir þeirra eru nú seldir
og eigendur þeirra hafa gefið þeim ný nöfn. Þetta eru
þau Ísrima Klossi sem nú heitir Ísrima Hugljúfur og
Ísrima Dúfa sem nú heitir Ísrima Freyja. Enn eru þau
Ísrima Fluga, Ísrima Moli og Ísrima Máni að leita sér
að framtíðarheimili. Áhugasamir hafi endilega samband í
síma 899-2121 eða eggert@steinegg.is
Hér er mynd af þeim sem óseldir eru. Talið frá vinstri: Ísrima Fluga, Ísrima Máni og Ísrima Moli.
Hér er mynd af þeim sem óseldir eru. Talið frá vinstri: Ísrima Fluga, Ísrima Máni og Ísrima Moli.

Hvolparnir fimm vikna gamlir
25/02/ 2008
Nú eru hvolparnir fimm vikna og mjög gaman að fylgjast
með þeim þroskast og dafna með hverjum deginum. Nýjum
QuickTime video myndum af hvolpunum bætt við á Video síðu. Ef ykkur vantar
QuickTime 7 spilara er hægt að
nálgast henn frítt hér.

Hvolparnir 4 vikna gamlir
18/02/ 2008
Hvolparnir eru núna 4 vikna gamlir og heldur betur
farið að færast fjör í leikinn. Þeir eru farnir að
hlaupa um allt og aðeins byrjaðir að borða hvolpamat
með móðurmjólkinni.

Hvolparnir þriggja vikna gamlir í dag
11/02/ 2008
Hvolparnir eru þriggja vikna í dag og hafa þroskast
mjög hratt síðustu vikuna. Núna eru þeir aðeins að
byrja að leika sér saman. Þeir hafa þyngst vel áfram og
hafa nú allir meira en fimmfaldað fæðingarþyngd sína.


Hvolparnir eru tveggja vikna í dag
04/02/ 2008
Hvolparnir eru nú tveggja vikna gamlir og hafa allir
næstum fjórfaldað fæðingarþyngd sína. Þeir eru farnir
að reyna að ganga og Dúfa varð fyrst til að opna augun
í morgun og núna seinnipartinn opnaði Moli líka augun
sín.


Hvolparnir viku gamlir í dag
28/01/ 2008
Hvolparnir dafna allir mjög vel. Þeir eru allir búnir
að tvöfalda þyngd sína og vel það.
Hekla og Grímur standa sig mjög vel í foreldrahlutverkinu.
Hekla og Grímur standa sig mjög vel í foreldrahlutverkinu.

Hvolparnir þyngjast vel
24/01/ 2008
Nú eru hvolparnir orðnir 3 daga gamlir og hafa þeir
allir þyngst mjög vel. Monika í Töfra-ræktun ráðlagði mér
hvernig best væri að haga fóðrun Heklu og
greinilegt er að þau ráð hafa virkað vel því Hekla
hefur næga mjólk handa öllum.

Hvolpar
21/01/ 2008
Hundasýningar
20/01/ 2008
Íslandssólar
Grímur fór
á tvær hundasýningar um helgina 19. - 20. janúar
2008. Hann fékk mjög góða dóma og vann til
verðlauna. Á fyrri sýningunni fékk hann 1. einkunn,
mjög góða umsögn og íslenskt meistarastig. Var hann
að auki valinn besti rakkinn á sýningunni og var
síðan valinn annar besti hundur sýningarinnar. Á
seinni sýningunni fékk hann 1. einkunn, mjög góða
umsögn og meistaraefni. Var hann einnig valinn annar
besti rakkinn í opnum keppnisflokk.

Væntanlegt got
15/01/ 2008
Hundarnir okkar,
Íslandssólar
Grímur og Töfra Hekla
eiga von á hvolpum
seinnipartinn í janúar 2008.
________

